Myndasamkeppni eða fólk að flýja heimili sín? - Hugleiðing um áhuga fjölmiðla á eldgosum á Íslandi og Grænhöfðaeyjum

cvÞví miður verður að viðurkennast að það sem kemur við pyngjuna fangar helst athygli fjölmiðla um allan heim og fær mesta umfjöllun, fær okkur helst til að sperra eyrun. Hér er lítil saga af stóru máli sem heimspressan hefur látið sig litlu varða.

Á meðan við Íslendingar, eins og svo margt fólk í velsældarhluta heimsins, keppumst við að kaupa okkur hamingjuna fyrir peninga um hver jól (já og reyndar allt árið) er víða fólk sem er ekki eins heppið og við. Ástæðurnar eru bæði af manna og náttúrunnar völdum.

Á meðan sjálfhverfir fréttamenn íslenskra og erlendra fjölmiðla taka sjálfsmyndir með nýja hraunið norðan Vatnajökuls sem bakgrunn, breyta bakmyndinni á Facebook-síðunni sinni og hafa næstum daglega í marga mánuði fjallað um gos sem enn hefur ekki tekið eitt einasta líf, gos sem enn hefur ekki eyðilagt eitt einasta heimili, hvað þá heilu þorpin, og enn hefur ekki valdið neinum eignaspjöllum – aðeins haft í för með sér rannsóknar- og varúðarkostnað – hefur minna farið fyrir umfjöllun um annað og áhrifameira gos undan strönd Vestur-Afríku.

Á meðan til er fólk hér á landi og hingað koma erlendir ferðamenn sem hver um sig eyðir hundruðum þúsunda í þyrluferðir til að skoða gosið okkar, já og margir þeirra koma sérstaklega til landsins til að upplifa gosið og láta mynda sig með því (löglega eða ólöglega), hafa eitthvað á annað þúsund manns þurft að flýja heimili sín og misst þau undir hraun, tapað eignum og uppskeru, á lítill eyju langt í burtu.

Á meðan heimsfréttirnar fjalla um gosið á Íslandi af því að áður og mögulega, hugsanlega aftur, einhvern tímann, muni gos hér hafa mikil áhrif á flugumferð (og gróða flugfélaga og hluthafa þeirra) er minna fjallað um eldgos sem nú stendur yfir á eyjunni Fogo syðst í eyjaklasa sem við þekkjum undir nafninu Grænhöfðaeyjar, en heitir Cabo Verde (e. Cape Verde) eða réttara sagt República de Cabo Verde og liggur í 570 kílómetra fjarlægð frá ströndum Senegal í Vestur-Afríku.

caphttp://content.science20.com/files/images/cape_verde_volcano.jpge_verde_volcano
Þessi mynd er tekin af vefnum Science 2.0.

Ef allir Seyðfirðingar misstu heimili sín...

Samtals er flatarmál eyjanna tíu í klasanum um 4.000 ferkílómetrar, eða innan við 1/25 hluti af flatarmáli Íslands. Íbúar eru rúmlega 500 þúsund, þar af um 37.000 á eyjunni Fogo. Samkvæmt nýjustu fréttum sem ég hef séð hafa yfir þúsund manns misst heimili sín og tvö þorp farið undir hraun frá þessu eldfjalli. Ef um 1.200 manns hafa misst heimili sín á Grænhöfðaeyjum jafnast það hlutfallslega á við um 760 manns á Íslandi. Það er til dæmis næstum allt þorpið á Hellu (806), rúmlega Seyðisfjörður (650), tæplega Blönduós (810), Bolungarvík (933) eða Ólafsvík (981), svo dæmi séu tekin og heimfærð á okkur sjálf til að auðvelda okkur að skilja þetta. (Heimild: Hagstofa Íslands.)

Fjölmiðlum á Íslandi finnst yfirleitt fréttnæmt þegar fjölmiðlar annarra landa fjalla um Ísland og eyða í það mörgum mínútum og dálksentímetrum, en það hefur minna farið fyrir frásögnum af þessu fjarlæga gosi (eða öðrum). Líklega vegna þess að efnahagslega hefur það áhrif á aðra en gosið okkar. Efnahagslegu áhrifin eru á áhrifaminna fólk en það sem á, rekur og notar vestræn flugfélög.

Við erum líka svo sjálfhverf að fyrir okkur eru erlendar fréttir um Ísland alltaf stórmál og ófáar íslenskar fréttir hafa verið skrifaðar og birtar um erlendar fréttir um Ísland, og fá þær fréttir margar útvarps- og sjónvarpsmínútur, marga dálksentímetra í blöðum og vefmiðlum. Slíkt er alltaf stórmál.

Okkur þætti því skrýtið ef allir íbúar Seyðisfjarðar misstu heimili sín í náttúruhamförum og heimspressan myndi ekki fjalla um það.

1688773_887883561230527_4822527873073019536_n

104https://fbcdn-sphotos-d-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpf1/v/t1.0-9/10408974_887883387897211_5545218922672412461_n.jpg?oh=02ddd6128439ce8882b070ce70d15a54&oe=550742BE&__gda__=1426990804_e08b664cc7986fcd221d64556f87fb9c08974_887883387897211_5545218922672412461_nÞessar myndir er að finna á Facebook-síðu konu sem fædd er og uppalin á Cabo Verde en býr nú á Íslandi og er íslenskur ríkisborgari.

Fegurðarsamkeppni í fréttunum

Að meðaltali verða eldgos í um 60 eldfjöllum á ári. Á hverjum degi er kannski gos í gangi í um 20 eldfjöllum og eðlilega komast þau ekki öll í fyrirsagnirnar og heimsfréttirnar. Enda eru áhrif eldgosa mismikil og afleiðingarnar misalvarlegar. En þegar líf fólks er í hættu, þegar eldgos og hraunstraumur eru orsakavaldar að mannlegum harmleik má heimspressan ekki þegja, jafnvel þótt einmitt þessir atburðir hafi lítil efnahagsleg áhrif á alþjóðleg flugfélög eða aðra gróðadrifna starfsemi.

Á meðan við erum í einhvers konar fegurðarsamkeppni með gosið okkar, á meðan þyrlur, flugvélar, drónar og öll nútímatækni eru notuð til að mynda herlegheitin, klippa saman og undirstrika með dramatískri tónlist, hugsanlega með það sem aðal drifkraft að þetta sé góð landkynning og muni fjölga enn ferðamönnum sem koma til landsins, á fólk í grennd við önnur gos, miklu meiri grennd en við upplifum við okkar gos, fótum sínum fjör að launa, bókstaflega. Fólkið getur hlaupið og ekið undan hraunstraumnum, en húsin og uppskeran standa föst á sínum stað og verða náttúruöflunum að bráð.

Hvað get ég gert?

Innan við tveir áratugir eru frá miklum náttúruhamförum sem kostuðu mörg mannslíf í litlum sjávarþorpum á Vestfjörðum. Þá stóð þjóðin saman, þá brugðust Færeyingar og fleiri frændur okkar við og hófu safnanir, studdu við þá sem áttu um sárt að binda. Sá samhugur sem þá einkenndi þjóðarsálina hefur líklega látið fáa Íslendinga ósnortna á sínum tíma. Nú er ég auðvitað ekki að halda því fram að Íslendingar gefi ekki til góðgerðarmála innanlands eða utan. Fjölmörg stór og smá verkefni bera vott um góðmennsku og gjafahug. Og þó svo ég fjalli sérstaklega um þetta gos á eyjunni Fogo er ég ekki að gera lítið úr hörmungum annars staðar í heiminum, eins og af völdum ebólu-faraldursins í Vestur-Afríku, stríðsátökum í Sýrlandi, hryðjuverkum í Pakistan, fellibyljum, fátækt eða öðrum hörmungum um allan heim. Einhvers staðar verður maður samt að byrja.

Mig langar nefnilega með þessum línum að koma af stað söfnun til að Íslendingar geti lagt sitt af mörkum til aðstoðar við frændur okkar á Grænhöfðaeyjum sem hafa í hundraða tali þurft að flýja heimili sín. Já, ég segi frændur okkar, því ég, eins og Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson, dáist að því „hve hjörtum manna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Stuðningur við fólkið sem misst hefur heimili sín getur verið með ýmsu móti, fjárhagslegur, faglegur, þekkingarlegur og svo framvegis.

Ég veit að mörg ykkar munu hugsa að það sé lítið vit í því að hjálpa öðrum ef við getum ekki hjálpað sjálfum okkur, til dæmis með því að reka landspítala á sómasamlegan hátt og greiða læknum hærri laun, til dæmis með því að sinna geðfötluðum, föngum, fíklum, fötluðum og fleiri afskiptum hópum á sómasamlegan hátt, svo eitthvað sé nefnt.

En ég segi: Það er lítið vit í að gera bara annað hvort. Við verðum bæði að hugsa um sjálf okkur og aðra, við verðum að gefa sjálfum okkur og gefa öðrum.

Ég hef ekki stofnað reikning né tekið önnur skref til að hrinda söfnun eða einhvers konar verkefni af stað, en til að byrja með yrði ég þakklátur ef þið sem hafið lesið greinina til enda mynduð senda hana upp í skýin, deila henni á samfélagsmiðlum, hjálpa mér við að vekja athygli á þessu máli.

Og hver veit, ef viðbrögðin verða mikil gæti ég samið við einhvern bankann um að opna og halda utan um söfnunarreikning.

Til fróðleiks:

Hér eru til fróðleiks tenglar á fræðandi og áhugavert efni um Grænhöfðaeyjar, gosið í Pico de Fogo og önnur eldgos í heiminum á árinu 2014:

Myndbönd af vettvangi, viðtöl og fleira 
http://www.theatlantic.com/infocus/2014/12/2014-the-year-in-volcanic-activity/100873/
http://www.popsci.com/volcanic-eruption-cape-verde-destroys-town
http://en.wikipedia.org/wiki/Cape_Verde
http://en.wikipedia.org/wiki/Pico_do_Fogo#2014_eruption
http://en.wikipedia.org/wiki/Fogo,_Cape_Verde
http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=38963&src=eoa-iotd
http://www.wired.com/2014/12/lava-flows-fogo-cape-verde-islands-bury-two-towns/
http://news.yahoo.com/volcanic-eruption-cape-verde-destroys-villages-130602449.html 

Þessar myndir eru teknar af Facebook-síðu Saulo Montrond

10427283https://fbcdn-sphotos-c-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpf1/v/t1.0-9/10427283_10204872011070325_5624876308483691351_n.jpg?oh=bd8dce5b11829c5b51c9e76931197f60&oe=55471B6A&__gda__=1426027797_1c1d4d4eb6cd18bbd82840ea865575ab_10204872011070325_5624876308483691351_n

1061https://fbcdn-sphotos-e-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xaf1/v/t1.0-9/10610848_10204872010430309_8271681587847491302_n.jpg?oh=74eef422969db2b3816b9861ea1ceecb&oe=54FE2FDC&__gda__=1430392680_e662019be1f6e9adf0b14d933a503d060848_10204872010430309_8271681587847491302_n

10475https://fbcdn-sphotos-c-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpa1/v/t1.0-9/10475933_10204872012070350_2748193940823596490_n.jpg?oh=d564f4aaa660acf30ae2c74c5f90c5d9&oe=550D05AD&__gda__=1426085051_5ceb164e964e08e086b4687f5295cbed933_10204872012070350_2748193940823596490_n

106https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xap1/v/t1.0-9/10639635_10204800981054619_8845945215434145294_n.jpg?oh=21ff69090a2f0e06f196beea0a47aec6&oe=553A8C3E&__gda__=1430070635_3eecc8d94378e25f04feb30446f814a439635_10204800981054619_8845945215434145294_n

 

Á vefsíðunni mashable.com eru meðal annars birtar nokkrar ægifagrar myndir af gosinu norðan Vatnajökuls. Og vissulega er þetta fagurt, því verður ekki neitað. En á meðan við dáumst að fegurðinni gleymum við stundum alvarlegri hlið á sama teningi.

Myndirnar á mashable.com eru frá ýmsum ljósmyndurum en allar í gegnum Associated Press. Hér er ein þeirra:

Icelanhttp://rack.1.mshcdn.com/media/ZgkyMDE0LzA5LzExLzI1L0ljZWxhbmRWb2xjLmEyMDM2LmpwZwpwCXRodW1iCTE0NDB4MTAwMD4KZQlqcGc/9f104587/551/Iceland%20Volcano%20Lava%20Flow%2002.jpgd%20Volcano%20Lava%20Flow%2002


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband